laugardagur, nóvember 17, 2007

Moggablogg


Síðuna mína á moggablogginu kalla ég
...hafið, bláa hafið...
og slóðin er þessi:
http://gretaulfs.blog.is

mánudagur, október 08, 2007

Gamla Blogger-bloggið mitt

Þetta er gamla bloggið hennar Gretu Bjargar. Héðan er sem sé þetta blessaða saumakonu-nafn til komið, á bloggum konu sem aldrei saumar (nánast). Nafnið var sem sé skírskotun í vísnaleikinn "ein ég sit og sauma, inni í litlu húsi" og bloggið hét í upphafi "inni í litlu húsi" (áður en það breytti um útlit og saumakonan gerðist vitavörður), tilvísun í að "enginn kemur að sjá mig, nema litla músin". Já, ég var víst eitthvað svolítið einmana í sálinni þegar ég byrjaði það blogg, fannst að minnsta kosti fáir kíkja við. Ýmislegt hefur breyst síðan, en ég verð nú víst áfram nokkuð sérvitur og hlédrægur einfari, þó þeir sem mig þekkja viti að ég get alveg sýnt af mér kæti í góðra vina hópi, ef svo ber undir.

laugardagur, mars 17, 2007

Tölvutiltekt

Skelli hér nokkrum bröndurum sem ég tími ekki að eyða út.
Gjörið svo vel!:

mánudagur, mars 12, 2007

Morgunlestur: 1.Pet.1.13-21

Gjörið því hugi yðar viðbúna og vakið. Setjið alla von yðar til þeirrar náðar, sem yður mun veitast við opinberun Jesú Krists. Verið eins og hlýðin börn og látið eigi framar lifnað yðar mótast af þeim girndum, er þér áður létuð stjórnast af í vanvisku yðar. Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. Ritað er: Verið heilagir, því ég er heilagur.


Bæn dagsins

Guð faðir á himnum. Í dag bið ég fyrir hinum ungu í blóma lífs síns og fyrir hinum öldnu sem þroskast til uppskerutímans. Ég bið fyrir öllum dögum og stundum sem Drottinn gefur mér að lifa og að ég læri að helga honum tíma minn. Drottinn, miskunna þú oss. Amen

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Morgunlestur: Sk 7.1-13

Þá kom orð Drottins til Sakaría, svo hljóðandi: Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi. Veitið ekki ágang ekkjum og munaðarleysingjum, útlendingum né fátækum mönnum, og enginn yðar hugsi öðrum illt í hjarta sínu.

Bæn dagsins

Drottinn Guð, þú skapaðir oss í þinni mynd og tókst inn í sáttmála náðar þinnar í heilagri skírn, til þess að við mættum vera þín börn og erfingjar fyrirheita þinna. Vér þökkum þér fyrir undur miskunanr þinnar og biðjum þig: Stjórna oss með anda þínum svo að vér þekkjum þig réttilega, elskum þig af öllu hjarta og þjónum þér í friði þínum, uns vér fullkomnumst fyrir augliti þinu, eins og þú hefur heitið oss.

Lesa áfram á http://www.tru.is/almanak